Sýningin er hugverk hins þekkta leikstjóra og leikskálds Kjartans Ragnarssonar, en Sýningarstjórn og hönnun sýningar í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar, sem er þekktur af mjög vönduðum sýningum, víða um land. Listaverkin í sýningunni eru eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur, Finn Arnarsson, Fjölni Bragason, Helga Björnsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Hrund Atladóttur, Ingibjörgu Ágústsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Þórarinn Blöndal og Örn Sigurðsson.
Ögmundur Jóhannsson gæðir sýningunni líf með listagóðri ljósahönnun
Samstarfsaðilar
Fyrirmynd sýningarinnar á Vínlandssetri er Landnámssetur í Bogarnesi. Þar eru tvær sýningar, annars vegar Sýning byggð á Egilssögu Skallagrímssonar og hins vegar landsnámssýningin, sem segir af öllum helstu landnámsmönnum Íslands.
Gaman er fyrir gesti Vínlandsseturs að heimsækja einnig Eiríksstaði í Haukadal, bæ Eiríks rauða og fæðingarstað Leifs Eiríkssonar. Þar er hægt að fá lifandi leiðsögn í langhúsi, þar sem fjallað er um lífshætti í tíð þeirra feðga.