Í verslun Vínlandsseturs er hægt að kaupa íslenska hönnun, minjagripi og matarhandverk, ásamt sögulegum fróðleik.
Við leggjum mikið upp úr að hafa til sölu gæðavörur úr héraði, sem henta sem gjafir handa ættingjum og vinum, eða sem persónuleg minning um ánægjuríka ferð í Dalina.
Hinir rómuðu Dalaostar eru til sölu í hjá okkur, beint úr mjólkurbúinu í Búðardal.